Upplýsingar fyrir byrjendur sem lengra komna í „gyminu“

Partur I

Ég ákvað að skrifa þessa grein útfrá fyrstu greininni minni (Gluteus maximus) til að upplýsa fólk um hvernig maður á að beita sér í líkamsræktinni, hvernig maður á að æfa eins og lyfta og þessi svokallaða brennsla sem ég vil mikið frekar kalla þolþjálfun. Ef þú ert byrjandi í salnum þá ætti þessi grein að henta þér vel til að upplýsa þig betur og ef þú ert lengra komin/n þá get ég lofað þér að það eru einhver atriði í þessari grein sem þú getur notað sem þér hefur yfirsést áður.

Þessi grein er eingöngu skrifuð út frá reynslu minni en ekki neinar rannsóknir. En þess má geta að reynslan mín er samspil af því sem ég hef verið að gera með sjálfan mig kúnna mína og það sem ég hef lesið í gegnum tíðina.

Í þessum hluta ætla ég að tala um magn vs gæði og líkamsbeitingu í æfingum.

Halda áfram að lesa

Gluteus maximus

Flott orð ekki satt? Minnir á einhvern rómverskan Skylmingaþræl. En gluteus maximus er það sem við köllum rass, fjós, afturendi o.m.fl. Rassvöðvinn eða gluteus maximus eiga margt sameiginlegt með hrikalegum rómverskum skylmingarþræl. Rassin er einn sterkasti vöðvi mannslíkamans eða öllu heldur var það. Hjá mörgum í dag er þessi vöðvi í besta falli jafnsterkur og mr. Bean. En án gríns þá er rassvöðvastyrkur og eða rassvöðvavirkni orðið nokkuð stórt vandamál í nútíma samfélagi.
Hvað meina ég með vandamál? Haltu áfram að lesa og þú kemst þá að því hvað ég á við og kannski á þetta við þig?

Halda áfram að lesa

Svona rúlla ég!

Velkomin/n á bloggið mitt. Þetta blogg er aðallega um heilsu, heilsurækt, andlega sem líkamlega, æfingatengda sem matartengda. Mér finnst svo margt sem þarf að segja í kringum heilsurækt sem almenningur heyrir lítð af, ég vil miðla minni reynslu, miðla því sem ég hef lesið og heyrt sem mér finnst mikilvægt að komi fram. Vona að þú verðir ánægð/ur með það sem ég hef að segja og skora á alla að vera virkir að kommenta hjá mér og koma með sína hlið á málinu og þannig verðum við öll betur upplýst.