Samspil blóðsykurs og insúlins

Jafnvægi á Blóðsykur og insúlini eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að fitna, grennast eða jafnvel að halda sér í þyngd. En auðvitað skiptir mestu máli hvað við setjum ofan í okkur og þá magn og gæði matars. En það er efni í næstu grein. Ég ætla í þessari grein að útskýra hvað gerist í líkamanum þegar við borðum sykur (kolvetni) og hvaða ferli fer í gang. Ég vil taka það fram ég er ekki menntaður næringafræðingur eða lífeðlisfræðingur. Ég er aftur á móti með tonn af reynslu á sjálfum mér í gegnum keppnir og lífinu, á kúnnum mínum og víðlesinn um mataræði. Af því sögðu má vera að ég verð kannski ekki alveg 100% nákvæmur hvað fræðina varðar en lykilatriðð er að reyna útskýra þetta á mannamáli. Ég ætla að gera tilraun til þess hér.

Ég ætla að byrja á því að kynna fyrir þér blóðsykur, blóðsykurtöflu, hvernig kolvetni (sykur) hefur áhrif á blóðsykurinn og hvað gerist í líkamanum þegar við neytum kolvetni.

Við borðum mat sem inniheldur sykur (kolvetni). Þegar kolvetni hafa farið í gegnum meltingaferlið losast þau út í blóðrás sem glúkósi sem síðan breytist í glýkógen sem bundin orka í vöðvum og lifur. Svo þegar við förum að vinna eða gera það sem við gerum í lífinu þá loasast orkan í líkamanum og við brennum henni.

Glykogen er geymt í lifrini (1/3) og vöðvum (2/3). Líkaminn getur notað kolvetni eða frekar glúkosa á þrjá vegu:

  • Brennt honum strax sem orku.
  • Geymt hann í vöðvum og lifri.
  • Breytt honum í fitu.

Blóðsykur (BS) gefur til kynna hversu mikill sykur er í blóðinu á hverjum tíma og kallast það einnig blóðglúkósi. Við öll eigum að hafa það markmiðið að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Þegar við borðum kolvetni þá hækkar blóðsykur stuðullinn í líkama okkar yfir ákveðinn tíma og eftir að fæðann sem við höfum borðað hefur náð hámarki þá byrjar hann að lækka aftur.

Í einföldu máli, því meira jafnvægi sem BS er í, því betra. Að því sögðu ættum við að stuðla að mataræði þar sem BS er í jafnvægi. Þú hugsar kannski núna og hvað segir mér þetta? Þegar ég fer nánar út í samspil BS og insúlins þá skilurðu mig betur.

Insúlin er einn öflugasti hormóninn í líkamanum. Hann er framleiddur í brisinu og framleiðir líkaminn hann þegar verið er að neyta kolvetni eða þegar BS hækkar. Insúlin hefur það hlutverk að halda BS innan eðlilegra marka.

Annað hlutverk insúlíns í vöðvauppbyggingu er að hamla losun streituhormónsins kortisóls. Kortisól er katabólískt hormón sem þýðir að það brýtur niður vöðva. Þegar líður á æfingu losar líkaminn kortisól út í blóðrás sem viðbragð við því áreiti sem æfingin er. Insúlín stöðvar þessa losun á kortisóli og hreinsar það upp úr blóðrás. Það er ástæðan fyrir því afhverju það er alltaf verið að ráðleggja fólki að borða strax eftir æfingu því eftir æfingu þá er vöðvaniðurbrotsferli farið af stað því líkamanum vantar stundum orku eftir æfingu og ef hann fær ekki orkuna þá breytir hann próteini (vöðvum) í orku, það viljum við alls ekki. Vöðvar halda brennslu líkamans uppi og ef við töpum massa þá töpum við niður meðalbrennslu líkamans. T.d.  brennir Ferrari bíll meira bensíni heldur en Yaris ekki satt?

Ef blóðsykurinn fer hátt upp þá losar líkaminn meira magn af insúlini og ef BS fer hæfilega hátt eða ca. milli 4-7 á BS-stuðli þá losar líkaminn minna magn sem er gott.

Ef við erum að borða það sem við köllum „óhollann“ eða fæðu með hátt BS-hlutfall þá er alltaf hættan á að líkaminn breyti hluta af þeim glúkósa í fitu þ.e.a.s. ef líkaminn er búinn að fylla lifrina og vöðvanna af orku t.d. ef við tökum líters könnu sem er full af vatni og segjum að hún sé kolvetni og svo tökum við hálfan líter af brúsa og segjum að hann sé vöðvi. Ef ég helli svo úr könnunni (kolvetni) í brúsann (vöðvi)  þá endar með því að það flæðir úr brúsanum þar sem hann getur bara tekið við hálfum líter af vatni. Restin fer undir húð og breytist í fitu miðað við það magn af insúlíni sem líkaminn losar. Þetta er orsök fyrir því þegar fólk er að fitna og lykillinn er að passa að líkaminn geri það ekki. Besta leiðin til þess er að borða hollann og hreinan mat.

Þannig að því meira og oftar sem blóðsykurinn fer upp því meira losar líkaminn insúlín og þar af leiðandi verði meiri líkur á að við fitnum. Ef við borðum mjög óreglulega og mikið þegar við borðum þá getur það haft áhrif á líkamann og við getum auðveldlega fitnað. Svo kemur inn í þetta áunnin sykursýki sem er mjög alvarlegur sjúkdómur. Þegar fólk fær áunna sykursýki þá má rekja orsökina í mataræðið hjá viðkomandi.
Til að halda blóðsykrinum í jafnvægi þá stuðla meira af kolvetnum sem innihalda lágan sykurstuðul. En það er ekki þar með sagt að það megi ekki borða kolvetni sem hafa háan sykurstuðul, passa þá að borða ekki of mikið af þeim. t.d. ef þú ætlar að fá þér skyndibita og hamborgari verrður fyrir valinu þá fá sér bara hamborgara og sleppa frönskum, kokteilsósu og kóki. Ekki það að ég mæli með hamborgara 🙂

Vonandi hef ég útskýrt fyrir ykkur þetta ferli en ef það eru einhverjar spurningar eða gagnrýni þá endilega kommenta hér að neðan og ég skal reyna svara þér.

Þessi neðangreindu kolvetni eru hollust af mínum mati:

Haframjöl
Bankabygg
Sætar kartöflur
Hrísgrjón, hýðis og brún
Allir ávextir!
Þó sumir ávextir hafi háan sykustuðul þá hef ég aldrei heyrt eða séð manneskju sem hefur fitnað af því að borða ávexti! Þá er viðkomandi að borða eitthvað meira með þeim! Mundu allir ávextir.
Grænmeti
Kartöflur

Hér er síða sem ég nota til að skoða innihalda matvæla. Ég sé á þessari síðu innihald , sykur stuðull (GI-index), vítamín, steinefni og fleira

http://nutritiondata.self.com/topics/glycemic-index

Í næstu grein minni mun ég ræða mataræði og matarvenjur. Áherslur og hættur, hollan mat og óhollan mat, er nammidagur góður siður eða siður sem leiðir til glötunar?

Kv,
Sævar Borgars

Ein hugrenning um “Samspil blóðsykurs og insúlins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s