Ég var að skoða þetta myndband með einum stærsta og flottasta líkamsræktargæja (bodybuilder) í bransanum sem heitir Kai Greene og hann er í því myndbandi að reyna að kenna einum hvað þarf að gera þegar hann er að lyfta.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2012
Super Form lestur
Hér eru 2 greinar. Önnur um þolþjálfun eða brennslu, góðar pælingar til að krydda upp á þjálfuninni hjá manni og breyta út af vananum í stað þess að vera staddur allt árið fastur á einhverju kyrrstöðu tæki sem maður er orðinn hundleiður á. Hin greinin er um einn af mjaðmavöðvunum og mikilvæga hans.
Flottar greinar
Ég eyði sennilega frá 5-15 klst á viku við að lesa greinar eftir þekkta þjálfara eða þerapista. Stundum eyðir maður miklum tíma í að lesa þungar, leiðinlegar og jafnvel greinar með mjög lítlum sem engum fróðleik. En síðan betur fer þá verður maður betri í því að leita af flottum greinum með því að vita hverjir eru góðir og viskumiklir pennar.
Ég hef ákveiðið því að spara ykkur þá vinnu og pínu við að leita og ætla nokkrum sinnum í viku að henda inn link á greinar sem ég hef lesið og finnst góðar. Ég mun aðeins setja inn nytsamlegar og góðar greinar inn fyrir ykkur til að kíkja á og lesa til að hjálpa ykkur að verða betri í ræktinni og mataræði sem öðru.
Knowledge is a power for your body and soul!
Góða skemmtun 🙂