Flottar greinar

Ég eyði sennilega frá 5-15 klst á viku við að lesa greinar eftir þekkta þjálfara eða þerapista. Stundum eyðir maður miklum tíma í að lesa þungar, leiðinlegar og jafnvel greinar með mjög lítlum sem engum fróðleik. En síðan betur fer þá verður maður betri í því að leita af flottum greinum með því að vita hverjir eru góðir og viskumiklir pennar.

Ég hef ákveiðið því að spara ykkur þá vinnu og pínu við að leita og ætla nokkrum sinnum í viku að henda inn link á greinar sem ég hef lesið og finnst góðar. Ég mun aðeins setja inn nytsamlegar og góðar greinar inn fyrir ykkur til að kíkja á og lesa til að hjálpa ykkur að verða betri í ræktinni og mataræði sem öðru.

Knowledge is a power for your body and soul!

Góða skemmtun 🙂

Linkar að greinunum

Ýmis fróðleikar eftir minn uppáhalds Bret Contreras. Praktískar ráðleggingar.

http://www.t-nation.com/free_online_article/most_recent/the_contreras_files_iv_15_practical_tips

______

Pavel „power to the people“ er rússi sem hefur náð mikilli virðingu í heiminum fyrir visku sína. Hér skrifar hann um bestu mjaðmar- og hnéyfirráðandi og bestu pressu- og togæfingu að hans mati.

http://www.strongfirst.com/blog/the-best-hip-hinge-exercise/

______

Hér eru 5 hátíðar ráðleggingar um mataræði þannig að maður getur notið þess að borða um jólin án þess að fitna. Í staðinn fyrir að svelta sig og líða ílla eða gleyma sér og borða eins og enginn sé morgundagurinn yfir hátíðirnar. Kom mér á óvart hvað þessi grein á við mig og hvernig ég hugsa þegar ég borða kaloríu háan mat hvort sem það er hátíð eða ekki.

http://www.t-nation.com/free_online_article/most_recent/5_holiday_diet_tips_that_dont_suck

______

Flott grein um Brjóstaræfingar. Afhverju fólk á erfitt með að stækka kassann. Þessi grein er svo sem ekki heilög ritning en það er ýmislegt sem hægt er að taka úr henni eins og að tengja heilann við brjóstkassann þegar maður er að pressa og þannig nær maður að nota kassann meira í stað þess að láta mest alla æfinguna fara inn á handleggi.

http://tonybonvechio.wordpress.com/2012/11/29/the-problem-with-most-chest-exercises/

2 hugrenningar um “Flottar greinar

  1. Mig langar að þakka þér fyrir frábæra og vel skrifaða pistla. Ég er tiltölulega nýbyrjuð í líkamsrækt, búin að vera í ár að taka mig á og er þannig gerð að mig langar endalaust að vita hvað ég er að gera og af hverju. Þessar greinar hafa hjálpað mér gríðarlega mikið með það og ég hlakka til þegar ég sé að það dettur inn ný grein frá þér.

    • Takk kærlega fyrir kommentið, fólk er mjög oft feimið við að kemmtenta við greinar og vonandi lagast það 🙂
      Það er gott að heyra að þú getir notfært þér skrif mín og það er tilgangurinn með þeim, að hjálpa fólki að verða meðvitaðra um hvað það er að gera í salnum og hvað þarf að passa sig á og hvað þarf að leggja áherslu á 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s