Ég vil stækka vöðva, hvað er mikilvægast?

Ég var að skoða þetta myndband með einum stærsta og flottasta líkamsræktargæja (bodybuilder) í bransanum sem heitir Kai Greene og hann er í því myndbandi að reyna að kenna einum hvað þarf að gera þegar hann er að lyfta.

Það er ekki nóg að hlaða á stöngina. Þú þarft að geta notað réttu vöðvana. T.d. bekkpressa, þú notar brjóst-, axlir-, þríhöfða-, serratus, og bakvöðva en það besta sem þú getur er að reyna að lyfta stönginni aðeins með brjóstvöðvanum og til þess þarftu að tengja brjóstvöðvann við heilann!!! Í öðrum orðum í stað þess að fara niður með stöngina og pressa þá ættirðu að hugsa niður með stöngina og ná teygju á brjóstvöðvann og lyfta svo stönginni upp með því að draga saman brjóstvöðvann. Fattarðu mig?

Svo er annað sem ég tek mjög mikið eftir í salnum og það eru strákarnir sem lyfta alltaf hálfar lyftur. Ekki það að það sé eitthvað rangt en það getur líka verið oft vitlaust. Strákar horfa á þessa gæja lyfta í hálfum lyftum en þeir fatta ekki að þeir eru kannski bara að sjá brot úr þeirra æfingum, settum eða repsum. Oftast sé ég stráka í bekkpressu lyfta hálfa lyftu niður, í stað þess að fara alla leið niður með stöngina og 3/4 upp úr lyftunni. En það þýðir að þeir geta ekki lyft þungt og líta kannski ílla út fyrir framan aðra. Þess vegna velja þeir að lyfta hálfa niður og þá geta þeir lyft ennþá þyngra en í raun og veru. Það er kannski ástæaðn fyrir því að þeir ná ekki þeim árangri sem þeir geta náð.

Mitt ráð hvað þetta varðar er að venja sig á að lyfta 100% rétt, fara í full dýpt, alla hreyfingu eða nota allann vöðvann og nota svo hálf lyfturnar til að klára síg í lok æfingar. Ok þú verður kannski ekki sterkur með því að hugsa um að draga saman vöðvann og tengja heilann við hann en þú munt stækka!

Svo eru líka strákar sem vilja verða stórir og sterkir. Þá ráðlegg ég þér að gera bæði. Taka tímabil sem þú einbeitir þér á að stækka og fara eftir þessum ráðleggingum og svo tileinka þér kraftlyftingar og olympískar lyftingar til að ná hámarksstyrk!

Ég hef oft brennt mig á því þegar ég hef verið að reyna að stækka og líka með kúnna mína sem vilja stækka að ég reyni of oft að fara þungt í stað þess að gera eins og ég var að tala um hér að ofan!!

Það er allt í lagi að gera mistök og sjá það en um leið mikilvægt að læra af þeim og laga þau!

Þetta er linkurinn að myndbandinu og ef þú ert að hugsa aðeins um að stækka þá ættirðu að fara eftir þessu!

http://www.youtube.com/watch?v=cgKVMIBKhHg

kv
Sævar Borgars

4 hugrenningar um “Ég vil stækka vöðva, hvað er mikilvægast?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s