Brjóstvöðvaþjálfun og uppáhalds æfingin mín

Ég var að lesa flotta grein á T-nation.com þar sem nokkrir sérfræðingar voru beðnir um álit sitt á brjóstvöðva æfingum (pectorial). Tveir af þeim eru þjálfarar sem ég fylgist mikið með (Bret Contreras og Ben Bruno). Brjóstvöðvaæfingar eru æfingar á borða við bekkpressu, armbeygjur og flugu æfingar o.fl. Eftir að hafa lesið þessa grein fékk ég fiðring í puttann og ákvað hamra lyklaborðið og henda nokkrum línum og segja mína reynslu-/árangurssögu, hvað mér finnst virka best og hvað mér finnst ekki virka og upplýsa hver uppáhalds brjóstvöðvaæfing mín er.

  Halda áfram að lesa

Stóllinn drepur þig!

Ég var rétt í þessu að horfa á athyglisverðan þátt á netinu í gegnum ruv.is þar sem talað er um sannleikann um þjálfun, æfingar eða ræktina. Þátturinn heitir „Líkamsrækt í jakkafötum“ þar er maður að nafni Micheal Mosley sem mig minnir að sé læknir og hann fer að skoða árangur á bak við að æfa.

Ég var á mörkunum að nenna að horfa en því lengur sem ég horfði því spenntari varð ég fyrir þáttinum og niðurstöðum úr rannsóknunum sem voru gerðar í þáttinum.

Ég ætla ekki að fara ræða nákvæmlega hvað var gert eða sagt, niðurstöður eða annað heldur ætla ég að ræða þau skilaboð sem þátturinn skilaði mér og minni trú hvað varðar líkamlega sem andlega vellíðu, hvort sem þú ert líkamsræktarrotta eða ekki!

Ég ætla að brjóta þennan pistil niður í nokkra hluta

  • Hreyfing og kyrrstæða
  • Mataræði
  • Fita, undir húð og djúpt inn í líkama
  • HIIT, High Intensity Interval training
  • Þær staðreyndir sem mér fannst vanta í þáttinn sem mér finnst hafa skekkt niðurstöðurnar.

Halda áfram að lesa

Konur og þung lóð

Í boði Superform
Logo superform

Eru konur hræddar við þung lóð? Eiga konur að æfa eins og karlmenn? Lengi vel hefur mér fundist margar konur  vera hræddar við að lyfta þungt. Ef það er rétt það sem mér finnst, að konur séu hræddar við að lyfta þungt þá er aðalspurningin, afhverju? Út frá því þá kemur önnur spurning, eiga konur að lyfta eins og karlmenn eða öðruvísi?
Ég hef oft langað að skrifa um þetta en aldrei látið verða af því fyrr en nokkrar stelpur nálguðust mig og spurðu, Við erum hræddar við að lyfta þungt því við erum svo hræddar að verða stórar, hvað finnst þér? Eftir að ég talaði við þær ákvað ég að drífa mig að skrifa um þetta viðfangsefni.

Í langri útfærslu þá segði ég þeim þetta,

Halda áfram að lesa