Byrja rétt í lyftingum (Rétt stignun)

Hversu oft hefurðu séð manneskju í ræktinni með alltof mikla þyngd, framkvæma æfingu með lélegu tæknilegau formi, of flókin, of erfið og ekki með fullu ROM (round of motion) m.ö.o. nota ekki alla hreyfingu sem vöðvinn og liðamótin eru hönnuð fyrir.

Halda áfram að lesa

Brjóstvöðvaþjálfun og uppáhalds æfingin mín

Ég var að lesa flotta grein á T-nation.com þar sem nokkrir sérfræðingar voru beðnir um álit sitt á brjóstvöðva æfingum (pectorial). Tveir af þeim eru þjálfarar sem ég fylgist mikið með (Bret Contreras og Ben Bruno). Brjóstvöðvaæfingar eru æfingar á borða við bekkpressu, armbeygjur og flugu æfingar o.fl. Eftir að hafa lesið þessa grein fékk ég fiðring í puttann og ákvað hamra lyklaborðið og henda nokkrum línum og segja mína reynslu-/árangurssögu, hvað mér finnst virka best og hvað mér finnst ekki virka og upplýsa hver uppáhalds brjóstvöðvaæfing mín er.

  Halda áfram að lesa

Stóllinn drepur þig!

Ég var rétt í þessu að horfa á athyglisverðan þátt á netinu í gegnum ruv.is þar sem talað er um sannleikann um þjálfun, æfingar eða ræktina. Þátturinn heitir „Líkamsrækt í jakkafötum“ þar er maður að nafni Micheal Mosley sem mig minnir að sé læknir og hann fer að skoða árangur á bak við að æfa.

Ég var á mörkunum að nenna að horfa en því lengur sem ég horfði því spenntari varð ég fyrir þáttinum og niðurstöðum úr rannsóknunum sem voru gerðar í þáttinum.

Ég ætla ekki að fara ræða nákvæmlega hvað var gert eða sagt, niðurstöður eða annað heldur ætla ég að ræða þau skilaboð sem þátturinn skilaði mér og minni trú hvað varðar líkamlega sem andlega vellíðu, hvort sem þú ert líkamsræktarrotta eða ekki!

Ég ætla að brjóta þennan pistil niður í nokkra hluta

  • Hreyfing og kyrrstæða
  • Mataræði
  • Fita, undir húð og djúpt inn í líkama
  • HIIT, High Intensity Interval training
  • Þær staðreyndir sem mér fannst vanta í þáttinn sem mér finnst hafa skekkt niðurstöðurnar.

Halda áfram að lesa

Konur og þung lóð

Í boði Superform
Logo superform

Eru konur hræddar við þung lóð? Eiga konur að æfa eins og karlmenn? Lengi vel hefur mér fundist margar konur  vera hræddar við að lyfta þungt. Ef það er rétt það sem mér finnst, að konur séu hræddar við að lyfta þungt þá er aðalspurningin, afhverju? Út frá því þá kemur önnur spurning, eiga konur að lyfta eins og karlmenn eða öðruvísi?
Ég hef oft langað að skrifa um þetta en aldrei látið verða af því fyrr en nokkrar stelpur nálguðust mig og spurðu, Við erum hræddar við að lyfta þungt því við erum svo hræddar að verða stórar, hvað finnst þér? Eftir að ég talaði við þær ákvað ég að drífa mig að skrifa um þetta viðfangsefni.

Í langri útfærslu þá segði ég þeim þetta,

Halda áfram að lesa

Flottar greinar

Ég eyði sennilega frá 5-15 klst á viku við að lesa greinar eftir þekkta þjálfara eða þerapista. Stundum eyðir maður miklum tíma í að lesa þungar, leiðinlegar og jafnvel greinar með mjög lítlum sem engum fróðleik. En síðan betur fer þá verður maður betri í því að leita af flottum greinum með því að vita hverjir eru góðir og viskumiklir pennar.

Ég hef ákveiðið því að spara ykkur þá vinnu og pínu við að leita og ætla nokkrum sinnum í viku að henda inn link á greinar sem ég hef lesið og finnst góðar. Ég mun aðeins setja inn nytsamlegar og góðar greinar inn fyrir ykkur til að kíkja á og lesa til að hjálpa ykkur að verða betri í ræktinni og mataræði sem öðru.

Knowledge is a power for your body and soul!

Góða skemmtun 🙂

Halda áfram að lesa

Samspil blóðsykurs og insúlins

Jafnvægi á Blóðsykur og insúlini eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að fitna, grennast eða jafnvel að halda sér í þyngd. En auðvitað skiptir mestu máli hvað við setjum ofan í okkur og þá magn og gæði matars. En það er efni í næstu grein. Ég ætla í þessari grein að útskýra hvað gerist í líkamanum þegar við borðum sykur (kolvetni) og hvaða ferli fer í gang. Ég vil taka það fram ég er ekki menntaður næringafræðingur eða lífeðlisfræðingur. Ég er aftur á móti með tonn af reynslu á sjálfum mér í gegnum keppnir og lífinu, á kúnnum mínum og víðlesinn um mataræði. Af því sögðu má vera að ég verð kannski ekki alveg 100% nákvæmur hvað fræðina varðar en lykilatriðð er að reyna útskýra þetta á mannamáli. Ég ætla að gera tilraun til þess hér.

Halda áfram að lesa

Upplýsingar fyrir byrjendur sem lengra komna í „gyminu“

III partur

Í part I fór ég yfir magn vs gæði í æfingum og líkamsbeitingu. Part II fór ég  yfir lyftingar og þá prógröm og skiptingu á prógrömum á milli lyftingadaga.
Í þessum síðasta hluta, Part III mun ég fara yfir hvíld, endurtekningar, sett og ákefð. Ég mun einnig fara yfir þolþjálfun (brennslu) og örlítið í kviðæfingar eins core vöðva og kviðkreppur, eru kviðkreppur hollar eða óhollar? Ég mun síðar birta grein frá einum af mínum uppáhalds lærimeistara mínum um kviðæfingar.

Halda áfram að lesa

Upplýsingar fyrir byrjendur sem lengra komna í „gyminu“

II partur

Í part I fór ég yfir magn vs gæði í æfingum og líkamsbeitingu. Í þessum part ætla ég að fara yfir lyftingar og þá prógröm og skiptingu á prógrömum á milli lyftingadaga.
Í lokahlutanum Part III mun ég fara yfir hvíld, endurtekningar, sett og ákefð. Ég mun einnig fara yfir þolþjálfun (brennslu) og fara örlítið í kviðæfingar eins core vöðva og kviðkreppur, eru kviðkreppur hollar eða óhollar? Ég mun síðar skrifa grein eða birta grein frá öðrum um kviðæfingar.

Halda áfram að lesa