Super Form lestur

Ég eyði sennilega frá 5-15 klst á viku við að lesa greinar eftir þekkta þjálfara eða þerapista. Oft les ég greinar sem eru ekkert sérstaklega fræðandi og maður sér eiginlega eftir að hafa lesið en þannig er netið. Ef maður vill mennta sig sjálfur og halda sér við efnið sem þjálfari eða bara iðkandi þá þarf maður að vera duglegur að finna góðar greinar til að verða betri. Og til þess að finna þær þá þarf maður oft að lesa þessar leiðinlegu líka 🙂

Ég ákvað því að setja nýjan lið inn í bloggið hjá mér með fottum greinum sem eru nytsamlegar og með innihaldsríkum upplýsingum og þar af leiðandi að spara ykkur vinnuna á að lesa hinar greinarnar.

Happy readings.

Linkar að greinunum

Grein um þolþjálfun (brennslu). Fín grein sem vert er að skoða og hann sýnir að það er ekki bara hægt að „brenna“ á hlaupabretti, hjóli eða öðru kyrrstöðu tæki heldur hægt er að nota talsvert meira.

http://www.romanfitnesssystems.com/blog/cardio-1/

______

Mjög góð grein um Psoas vöðva (mjaðmarvöðva). Hvað þessir vöðvar eru mikilvægir og mikilvægt að þeir starfi rétt. Ef þessir vöðvar eru ekki í lagi þá er nær öruggt að margar æfingar sem þú gerir séu ekki í lagi!

http://www.strongfirst.com/articles/psoas-so-what/

______

Ýmis fróðleikar eftir minn uppáhalds Bret Contreras. Praktískar ráðleggingar.

http://www.t-nation.com/free_online_article/most_recent/the_contreras_files_iv_15_practical_tips
______

Pavel „power to the people“ er rússi sem hefur náð mikilli virðingu í heiminum fyrir visku sína. Hér skrifar hann um bestu mjaðmar- og hnéyfirráðandi og bestu pressu- og togæfingu að hans mati.

http://www.strongfirst.com/blog/the-best-hip-hinge-exercise/
______

Hér eru 5 hátíðar ráðleggingar um mataræði þannig að maður getur notið þess að borða um jólin án þess að fitna. Í staðinn fyrir að svelta sig og líða ílla eða gleyma sér og borða eins og enginn sé morgundagurinn yfir hátíðirnar. Kom mér á óvart hvað þessi grein á við mig og hvernig ég hugsa þegar ég borða kaloríu háan mat hvort sem það er hátíð eða ekki.

http://www.t-nation.com/free_online_article/most_recent/5_holiday_diet_tips_that_dont_suck
______

Flott grein um Brjóstaræfingar. Afhverju fólk á erfitt með að stækka kassann. Þessi grein er svo sem ekki heilög ritning en það er ýmislegt sem hægt er að taka úr henni eins og að tengja heilann við brjóstkassann þegar maður er að pressa og þannig nær maður að nota kassann meira í stað þess að láta mest alla æfinguna fara inn á handleggi.

http://tonybonvechio.wordpress.com/2012/11/29/the-problem-with-most-chest-exercises/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s