Partur I
Ég ákvað að skrifa þessa grein útfrá fyrstu greininni minni (Gluteus maximus) til að upplýsa fólk um hvernig maður á að beita sér í líkamsræktinni, hvernig maður á að æfa eins og lyfta og þessi svokallaða brennsla sem ég vil mikið frekar kalla þolþjálfun. Ef þú ert byrjandi í salnum þá ætti þessi grein að henta þér vel til að upplýsa þig betur og ef þú ert lengra komin/n þá get ég lofað þér að það eru einhver atriði í þessari grein sem þú getur notað sem þér hefur yfirsést áður.
Þessi grein er eingöngu skrifuð út frá reynslu minni en ekki neinar rannsóknir. En þess má geta að reynslan mín er samspil af því sem ég hef verið að gera með sjálfan mig kúnna mína og það sem ég hef lesið í gegnum tíðina.
Í þessum hluta ætla ég að tala um magn vs gæði og líkamsbeitingu í æfingum.