Þetta er ég

Ég heiti Sævar Ingi Borgarsson,

Ég hef verið frá 5 ára aldri í íþróttum. Var í öllum íþróttum sem hægt er að ímynda sér en 17 ára valdi ég fótboltann og tileinkaði mér honum til 26 ára aldurs. Ég hafði lyft með boltanum og þegar ég hætti þá fór ég á fullt í líkamsræktina. Hef keppt, æft og þjálfað síðan. Íþróttaferil minn geturðu skoðað hér neðst.

Ég hef einkaþjálfað frá árinu 2000 og hef verið það lánsamur að vinna við að þjálfa. Í dag er ég með einkaþjálfun og hópaþjálfun.
Einnig er ég með hópanámskeið í lokuðum sal sem heitir Superform. Það byggist fyrst og fremst á styrktarþjálfun. Allar þær æfingar sem ég hef notað í gegnum tíðina í gyminu sem ég veit að virka fyrir allar gerðir af einstaklingum nota ég í Superform. Ég nota æfingar sem eru svokallaðar „low impact“ æfingar en það eru æfingar sem eru eru tiltölulega öruggar og þar af leiðandi forvörn gegn meiðslum. Ég nota ketilbjöllur, æfingateygjur, kaðla og margt fleira í tímunum.

Menntun:
Ég er sveinn í húsasmíðum og stúdent. Þetta er mín menntun 🙂
Menntun mín tengd heilsurækt í diplómum er ekki stór eða eiginlega engin. En jú ég er með skírteini sem segir að ég sé ketilbjölluþjálfari og bodyweight þjálfari sem ég sótti til meistara Steve Maxwell. Ég hef sótt fjöldann allann af fyrirlestrum sem heimsþekktir þjálfarar hafa haldið hér á landi ásamt merkilegum fyrirlestri hjá heimsþekktum Osteopata. En mest hef ég lært af kúnnum mínum og komið auga á mistökin og það rétta sem ég hef gert fyrir þá og notað mér og kúnna minna til hags. Ég les í kringum 10-20 klst á viku að meðaltali, greinar og rannsóknir eftir heimsþekkta þjálfara, ég er svampur þegar kemur að fróðleik og hlusta á alla því ég hef þá trú að hin meðal jói getur frætt mig rétt eins og heimsþekktur þjálfari. Ég er með 12 ára reynslu í þjálfun á einstaklingum. Ég er með reynslu af keppnum sem nýtast mér í mínu starfi æfinga- og mataræðislega séð sem fáir þjálfarar geta státað sér af. Ég hef farið í gegnum margar endurhæfingar á öxl, baki, hné og ökkla þar sem ég hef farið í 4 hnéaðgerðir og átti að fara í 5 og 6 hnéaðgerðirnar sem ég sleppti og endurhæfði mig í staðinn, 2 ökklaaðgerðir og fótbrotnað 6 sinnum og get miðlað þeirri reynslu til minna kúnna.  Ég veit hvað virkar og hvað virkar ekki. Það stærsta sem ég hef er að mér er ekki sama um kúnna mína og þegar þeir eru hjá mér þá líður þeim vel því þeir vita að ég er að gera allt sem í mínu valdi til að hjálpa þeim með sín markmið. Ég leita aðallega til tveggja snillinga sem eru osteopatar ef það er eitthvað sem ég þarf að vita betur um kúnna mína sem ég er að þjálfa en þeir eru Haraldur Magnússon og Pétur Pétursson, hreinræktaðir snillingar í sínu fagi.
Þetta er reynsla sem þú færð aðeins með að fara í gegnum súrt og sætt og þú kaupir ekki þessa reynslu út í búð eða í skóla. Ef þú ert þjálfari sem lest þetta, hafðu það þá í huga að þú ert ekki að gera kúnanum þínum greiða með að hafa hann hjá þér heldur hann að vilja að vera hjá þér. Auðmýkt og umhyggja er lykilatriði sem góður þjálfari þarf að hafa en hroki og sjálfselska skilar litlu til kúnnans.

Keppnisárangur minn eftir árið 2000.

Fitness
2009    1 sæti Íslandsmeistaramót Icefitness
2008    1 sæti Íslandsmeistaramót Icefitness
2007    1 sæti Íslandsmeistaramót Icefitness
2007    Íslandsmet í  upphífingum, dýfum 2009, samanlagt upphíf og dýfum
2007    og Íslandsmet í Tímaþraut Icefitness 2007
2003    6 sæti Íslandsmeistaramót Icefitness
2003    1 sæti Íslandsmeistaramót í upphífingum og dýfum.
2002    4 sæti Bikarmót Galaxy-fitness
2002    3-4 sæti Íslandsmót Galaxy- fitness
2001    5 sæti Bikarmót Galaxy-fitness
2001    12 sæti Íslandsmót Galaxy-fitness

Kraftlyftingar
2005    Heimsmeistari í Kraftlyftingum -82,5kg, (Police and Fire games 12þús kepp) Bekkpr/Dedd Push/pull 142,5kg/235kg  Total 375kg.
2003    Heimsmeistari í Kraftlyftingum -82,5kg, (Police and Fire games 12þús kepp) Bekkpr/Dedd Push/pull 160kg/252,5kg  Total  421,5                                      4 standandi heimsmet slökkviliðs og lögreglumanna.
2006    Íslandsmeistari í Bekkpressu -82,5kg
2005    Íslandsmeistari í Kraftlyftingum -82,5kg:   hnéb 280kg, Bekkpr. 192,5, Dedd 272,5 samtals 735kg.
2005    2 sæti Íslandsmeistaramót Kraft í Bekkpressu -82,5kg
2004    2 sæti Íslandsmeistaramót Kraft í Bekkpressu -82,5kg
2004    2 sæti Íslandsmót Kraft í kraftlyftingum -82,5kg                                             2003    2 sæti Íslandsmót Kraft í kraftlyftingum -82,5kg
2002    Bikarmeistari Kraft  í -82,5kg, 2 sæti 2004 -82,5kg.
2004    2006 og 2007 Lyftingamaður Massa
2009    1 sæti Reykjanesmeistari í kraftlyftinum -82,5kg + stigameistari
2009    1 sæti Reykjanesmeistari í réttstöðulyftu + stigabikar
2006    1 sæti Reykjanesmeistari í kraftlyftinum -82,5kg + stigameistari

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s